6.10.2006 | 01:19
Flott hjá þér Jón
Það er ástæða til að óska formanni Framsóknarflokksins innilega til hamingju með nýjasta útspil sitt í virkjunarbrjálæðinu. Þessi maður sem taldi Helga Seljan ekki vera sér vitsmunalega samboðinn sannar hér glæsilega að hann hafði rangt fyrir sér og ætti að biðja Helga afsökunar sem fyrst.
Þessi frábæri sparðatíningur Jóns á atriðum úr Draumalandinu virðist vera árangur margra mánaða rannsóknarvinnu möppudýra iðnaðarráðuneytisins. Það er gott að vita til þess að þegar ég strita fyrir brauðinu og borga af laununum skatta fara þeir skattpeningar í að borga því fólki laun, þegar ég hugsa til þess líður mér vel. Hér virðast möppudýrin hafa komist yfir gamla bók með Morfís trikkum sem virka ágætlega í mælskukeppnum þar sem áróðursandinn svífur yfir vötnum en svona vinnubrögð eru óttalega aum undir öðrum kringumstæðum. Hér er lagt út með að lítillækka skrifin í Draumalandinu en að sama skapi klappa Andra á kollinn (talað um að önnur verk hans séu skemmtileg) og með því reynir Jón að setja sig í stellingar föðurs sem reynir að tala óþekkan strák sinn til. Ég veit ekki hvar sú hugmynd kom fram að búa til landsföðursímynd úr formanni Framsóknarflokksins en hitt veit ég að þeirri hugmynd er sífellt haldið að okkur í fjölmiðlum og á endanum mun það eflaust takast.
Ég ætla að vona að þessi frétt sé lesin með gagnrýnum augum og að enginn slysist til þess að
gleypa við henni möglunarlaust. Nú þegar virkjunarsinnar finna að stóllinn er farinn að hitna undir
sér er ráð að ganga á lagið og veita þeim þá refsingu sem þeir eiga skilið. Væl líkt og það sem heyrst hefur í fjölmiðlum undanfarna daga má ekki kalla fram vorkunn yfir þeim sem ekki eiga hana skilið, Landsvirkjunarvælukjóunum sem tekið var viðtal við í Mogganum síðasta sunnudag á ég bágt með að vorkenna og eins þeim tala um einelti af hendi umhverfisverndarsinna. Nú blæs byrlega í seglin, nú skal barist til sigurs!
Þessi frábæri sparðatíningur Jóns á atriðum úr Draumalandinu virðist vera árangur margra mánaða rannsóknarvinnu möppudýra iðnaðarráðuneytisins. Það er gott að vita til þess að þegar ég strita fyrir brauðinu og borga af laununum skatta fara þeir skattpeningar í að borga því fólki laun, þegar ég hugsa til þess líður mér vel. Hér virðast möppudýrin hafa komist yfir gamla bók með Morfís trikkum sem virka ágætlega í mælskukeppnum þar sem áróðursandinn svífur yfir vötnum en svona vinnubrögð eru óttalega aum undir öðrum kringumstæðum. Hér er lagt út með að lítillækka skrifin í Draumalandinu en að sama skapi klappa Andra á kollinn (talað um að önnur verk hans séu skemmtileg) og með því reynir Jón að setja sig í stellingar föðurs sem reynir að tala óþekkan strák sinn til. Ég veit ekki hvar sú hugmynd kom fram að búa til landsföðursímynd úr formanni Framsóknarflokksins en hitt veit ég að þeirri hugmynd er sífellt haldið að okkur í fjölmiðlum og á endanum mun það eflaust takast.
Ég ætla að vona að þessi frétt sé lesin með gagnrýnum augum og að enginn slysist til þess að
gleypa við henni möglunarlaust. Nú þegar virkjunarsinnar finna að stóllinn er farinn að hitna undir
sér er ráð að ganga á lagið og veita þeim þá refsingu sem þeir eiga skilið. Væl líkt og það sem heyrst hefur í fjölmiðlum undanfarna daga má ekki kalla fram vorkunn yfir þeim sem ekki eiga hana skilið, Landsvirkjunarvælukjóunum sem tekið var viðtal við í Mogganum síðasta sunnudag á ég bágt með að vorkenna og eins þeim tala um einelti af hendi umhverfisverndarsinna. Nú blæs byrlega í seglin, nú skal barist til sigurs!
![]() |
Jón Sigurðsson gagnrýnir bók Andra Snæs, Draumalandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skemmtilegur yfirlestrar þessi pistill hjá þér, og það sem meira er að ég er hjartanlega sammála þér.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 02:18
hjartanlega sammála líka.
SM, 6.10.2006 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.